Voru fornbýlin hjáleigur?
Útbreiðsla og staða hjáleigna á miðöldum
Ártal:
2024
Bls:
110-144
DOI:
Efnisorð:
Í þessari grein er fjallað um fornbýli sem skráð eru í Jarðabók Árna og Páls, fjölda þeirra, stöðu og aldur. Tekist er á við það vandamál að tengja þá þekkingu sem sagnfræði og fornleifafræði hafa fram að færa á fornum eyðibýlum. Í sagnfræði er gert ráð fyrir því að fólksfjölgun hafi orðið á miðöldum allt fram að Svartadauða og að hjáleigur hafi komið fram þegar á tólftu öld og fjölgað fram til 1402. Hins vegar hefur ekki verið spurt hvort fornu eyðibýlin í Jarðabók Árna og Páls gætu hafa verið hjáleigurnar sem fjölgaði svo mikið á tólftu til fjórtándu öld. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls voru sveitahjáleigur að flestu leyti svipaðar lögbýlum hvað varðaði áhöfn húsdýra og fjölskyldugerð, nema að hjáleigur voru minni en lögbýli. Spurningin er hvort sama var uppi á teningnum á miðöldum.