Senda inn efni
- Home
- Senda inn efni
Allt innsent efni, þ.m.t. greinar, ritdóma og ritfregnir, skal senda til ritstjóra á netfangið saga@sogufelag.is. Almennt eiga ritreglur Sögu við um allt innsent efni.
Ritstjórar og ritnefnd Sögu bera ritstjórnarlega ábyrgð á öllu efni tímaritsins og er ritnefnd þeim til stuðnings í því efni. Höfundar efnis sem birtist í Sögu bera höfundarábyrgð á öllum þeim texta sem þeir skila inn. Sögufélag og ritstjórn Sögu starfa eftir siðareglum Sagnfræðingafélags Íslands.
Handrit skal senda á rafrænu formi. Allar blaðsíður skulu tölusettar og texti með að minnsta kosti 3 cm spássíu, 12 punkta letri og tvöföldu línubili. Heiti greinar, nafn höfundar, heimilisfang, símanúmer og netfang komi fram á fyrstu síðu. Einnig fylgi með upplýsingar um höfund þar sem fram komi fæðingarár hans, síðasta prófgráða og núverandi starf. Handrit skal senda á netfang Sögu (saga@sogufelag.is).
Saga tekur við greinum á íslensku og ensku. Greinar sem skrifaðar eru á ensku fara í gegnum ritrýniferli á því tungumáli en eru þýddar af viðurkenndum þýðanda sem tímaritið útvegar áður en tímaritið fer í prentun. Æskilegt er að höfundur standi straum af kostnaði við þýðinguna. Mögulegt er að birta enskar greinar á frummálinu á vefsíðu Sögu og skal það gert í samráði höfundar, ritstjóra og útgefanda.
Hámarkslengd ritrýndra greina er 10.000 orð að meðtöldum neðanmálsgreinum. Ekki er tekið við handritum greina sem eru lengri en sem því nemur. Viðhorf, sjónrýni og aðrar óritrýndar greinar skulu að jafnaði ekki vera lengri en 8.000 orð.
Greinum skal fylgja efniskynning (8–10 línur) sem birt verður fremst og útdráttur (um 400 orð) sem birtur verður á ensku (abstract) í lok greinar. Ritstjórar sjá um að snúa textanum á ensku ef þess er óskað. Texti sem skilað er á ensku er yfirfarinn af þýðanda fyrir birtingu. Útdráttur verður einnig birtur á vefsíðu Sögufélags (www.sogufelag.is) bæði á íslensku og ensku.
Vilji höfundur færa stofnunum, samtökum eða einstaklingum þakkir fyrir veitta aðstoð skal það gert í fyrstu neðanmálsgrein á eftir fyrstu málsgrein. Gæta skal þess að ekki má setja tilvísunarnúmer á eftir titli né í efniskynningu. Ef greinin byggist að einhverju leyti á fyrirlestri eða námsritgerð, svo dæmi sé tekið, skal þess einnig getið á þessum stað.
Töflur og skýringarmyndir skulu tölusettar í þeirri röð sem þær birtast í greininni. Efst í þeim komi lýsandi titill en heimildir og skýringar neðst. Þær má einnig senda í sérstöku skjali en höfundur merki þá í textanum hvar þær eigi að vera.
Höfundur skal aðstoða ritstjóra við að útvega myndir sem eiga að birtast með greininni, sé þess óskað, og semja myndatexta í samvinnu við þá. Ákvarðanir um notkun myndefnis skulu teknar að fengnu samráði við ritstjóra.
Saga er ritrýnt tímarit.
Ritstjórar lesa yfir fyrstu gerð handrits og leggja mat á hvort það eigi erindi til birtingar í Sögu. Sé handrit samþykkt af ritstjóra fer það í ritrýniferli þar sem að lágmarki tveir sérfræðingar leggja mat á verkið og leggja til við ritstjóra hvort það skuli samþykkt eða því hafnað. Á grundvelli álits þeirra ákveða ritstjórar hvort viðkomandi texti verði birtur. Þess er ætíð gætt að fræðimenn með sérþekkingu á efni þeirra greina sem ritinu berast lesi þær yfir. Höfundar fá þá í hendur umsögn ritrýna og ritstjóra. Stundum er birting samþykkt með fyrirvara um að höfundur geri umtalsverðar breytingar á handriti sínu. Sjá einnig sérstakar leiðbeiningar fyrir ritrýna.
Breytingar í umbroti eru kostnaðarsamar.
Eftir að höfundur hefur skilað endanlegri gerð af handriti er það lesið yfir af prófarkalesara Sögu. Að því búnu fer það í umbrot. Höfundur fær eina próförk til yfirlestrar. Honum er ekki gefinn kostur á að breyta texta í próförk nema um minniháttar leiðréttingar á villum sé að ræða. Þess vegna er mikilvægt að lögð sé mikil alúð við lokagerð handrits. Óski höfundur hins vegar eftir því að gera breytingar á umbrotnum texta umfram það sem hér hefur verið lýst þá ber hann allan kostnað af því sjálfur. Slíkar breytingar eru þó aðeins mögulegar svo fremi að ekki hljótist af því tafir á vinnsluferlinu.
Birtingatöf
Saga er ekki í opnum aðgangi og því er einungis hægt að lesa á netinu þau tölublöð sem eru eldri en þriggja ára. Í birtingartöf felst að óheimilt er að birta greinina á öðrum vettvangi, þ.m.t. vefsíðum höfunda á borð við ResearchGate og Academia.edu, í þrjú ár frá útgáfudegi. Allar undanþágur frá birtingartöf eru háðar leyfi útgefanda.
Ritdómar og ritfregnir
Ritdómar skulu að jafnaði vera að hámarki 1500 orð, en nýstárleg rannsóknarverk, umfangsmikil yfirlitsrit eða margbinda verk kunna að krefjast lengri umfjöllunar, allt að 3000 orðum. Endanleg ákvörðun um lengd ritdóma er í höndum ritstjóra. Taka skal mið af ritreglum Sögu.
Hver einstakur ritrýnir ber höfundarábyrgð á ritdómum sínum. Stjórn Sögufélags tekur ekki efnislega afstöðu til ritdóma eða annars efnis sem birtist í Sögu.
Í fyrirsögn ritdóms skal koma fram nafn höfundar ritsins, titill, útgáfustaður og ár, blaðsíðufjöldi og aðrar bókfræðilegar upplýsingar.
Dæmi:
Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, ÍSLANDSSAGA TIL OKKAR DAGA (Helgi Skúli Kjartansson bjó til prentunar; Hrefna Róbertsdóttir valdi myndir; Anna Agnarsdóttir, Gunnar F. Guðmundsson og Magnús Þorkelsson sáu um útgáfuna). Sögufélag. Reykjavík 1991. 539 bls. Myndir, kort, töflur, atriðisorða-, staða- og mannanafnaskrár.
Guðmundur Hálfdanarson, ÍSLENSKA ÞJÓÐRÍKIÐ – UPPRUNI OG ENDIMÖRK. Íslensk menning. Ritröð ReykjavíkurAkademíu og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstj. Adolf Friðriksson og Jón Karl Helgason. Reykjavík 2001. 310 bls. Mannanafnaskrá.
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður Hrönn Þorvaldsdóttir. KONUR SEM KJÓSA. ALDARSAGA. Sögufélag. Reykjavík 2020. Ritstj. Helga Jóna Eiríksdóttir. 783 bls. Mynda-, nafna-, efnisorðaskrá. Útdráttur á ensku.
Vert er að hafa eftirfarandi atriði í huga við samninguna:
- Hvert er viðfangsefni ritsins? Forðast ber þó að rekja inntak þess nákvæmlega.
- Hvaða spurningum ætlar höfundur ritsins að svara? Svarar hann þeim?
- Dregur höfundur fram nýjar heimildir? Hvernig er heimildanotkun höfundar?
- Hvaða aðferðir og kenningar notar höfundur? Eru þær fullnægjandi?
- Tekur höfundur tillit til rannsókna sem þegar hafa verið gerðar á viðkomandi fræðasviði og hvernig stendur rit hans gagnvart þeim?
- Flytur verkið nýja þekkingu eða skilning á viðfangsefninu?
- Æskilegt er að styðja alla gagnrýni með dæmum, en óþarfi að tína til allar villur sem ritdómari hefur fundið í ritinu. Ritdómur á að vera efnisleg gagnrýni en ekki prófarkalestur.
Ritfregnir
Ritfregn skal aðeins vera á bilinu 500 til 800 orð og því er ljóst að rúmið leyfir ekki ítarlega greiningu á verkinu. Fyrirsagnir ritfregna fylgja sömu reglum og fyrirsagnir ritdóma.
Vert er að hafa eftirfarandi atriði í huga við samninguna:
- Hvaða gildi hefur útgáfa viðkomandi rits?
- Hverjum og hvernig mun ritið helst nýtast?
- Greina skal frá viðfangi og helstu einkennum ritsins, án þess þó að rekja inntak þess nákvæmlega.
- Óhætt er að fjalla nánar um einstaka(r) grein(ar) í greinasöfnum sem ætla má að lesendur Sögu hafa sérstakan áhuga á, t.d. grein í fjölþjóðlegu greinasafni sem einkum fjallar um atriði úr íslenskri sögu.
- Óhætt er að setja fram rökstudda gagnrýni í stuttu máli, en forðast ber að telja upp (augljósar) villur, enda er ekki rúm til slíks.
Greinar í Sögu skulu ritaðar samkvæmt opinberri greinarmerkja- og stafsetningu hverju sinni. Höfundum ber að íslenska tökuorð eftir föngum.
- Tölur í bókstöfum eða með tölustöfum:
-
- Tölur frá einum og upp í tíu skulu skrifaðar með bókstöfum en hærri tölur að jafnaði með tölustöfum.
– Dæmi: Hann bjó á Ísafirði í níu ár. Garðrækt fór vaxandi á fjórða áratugnum.
– Hins vegar skal rita: Björn varð að greiða 4−5 þúsund kr. fyrir aflann.
- Tölur frá einum og upp í tíu skulu skrifaðar með bókstöfum en hærri tölur að jafnaði með tölustöfum.
-
- Punktar eru notaðir til að greina að þúsund og milljónir en komma til að tákna tugabrot.
– Dæmi: Mannfjöldi á Íslandi árið 1901 var 78.470 og bjuggu þá 18,3% landsmanna í þéttbýli.
- Punktar eru notaðir til að greina að þúsund og milljónir en komma til að tákna tugabrot.
-
- Ekki skal stytta ártöl eða blaðsíðutöl
– Dæmi: „á árunum 1939–1945“ (ekki 1939–45) og „bls. 123–147“ (ekki 123–47).
- Ekki skal stytta ártöl eða blaðsíðutöl
-
- Mælt er með að konunganúmer séu rituð með rómverskum tölum (t.d. Kristján IX., Lúðvík XIV., en ekki Kristján 9.).
- Aldir skal rita með bókstöfum: tólfta öld, sextánda öld, tuttugasta öld o.s.frv. Árhundruð skal aftur á móti rita í tölustöfum, 1200, 1600, 1900 (í stað tólfhundruð, sextánhundruð, nítjánhundruð).
- Skammstafanir skal nota sparlega í meginmáli og rita frekar orðin til fulls. Í skammstöfunum eru punktarnir jafnmargir skammstöfuðu orðunum: o.s.frv., kr., þ. á m., þ.e.a.s. Á eftir skammstöfunum í metrakerfinu er ekki settur punktur: kg, m, dl o.s.frv. Ekki fer vel á því að byrja setningu með skammstöfun.
- Greina skal á milli tengistrika (bandstrika) (-) , hálfstrika (–) og þankastrika (—).
-
- Tengistrik er notað til að sýna skiptingu orða á milli lína og til að tengja samsett orð og örnefni: Brennu-Njáll, Litlu-Reykir. Tengistrik er einnig notað í stað fyrri eða síðari liðar í samsettum orðum til að forðast endurtekningu: inn- og útborganir, norður- og austuramt.
- Hálfstrik í tölvusetningu er notað í stað forsetningarinnar til milli talna og þá án stafbils.
- Ráðstefnan var haldin dagana 24.− nóvember 1962.
- Þessir atburðir gerðust í heimsstyrjöldinni síðari 1939−
- Á bls. 125−132 fjallar höfundur um mannanöfn
- Þankastrik er notað til að afmarka andstæður, óvænt atriði, snögg umskipti í frásögninni, innskot eða viðauka sem menn vilja sérstaka áherslu á — eða eitthvað því um líkt — og er það þá skilið frá texta með einu stafbili. Dæmi:
- Í Háskóla Íslands — og hvergi nema þar — er kennd bókasafnsfræði.
- Mér féll vel við alla nemendur mína — nema einn.
- Almennt um stafsetningu og málfar. Þar sem höfundar eru í vafa benda ritstjórar á vefinn www.malid.is, ekki síst Málfarsbankann. Þó er minnt sérstaklega á eftirfarandi:
a) Eignarfalls-s í erlendum mannanöfnum. Saga hefur unnið út frá þeirri meginreglu að þegar bæði skírnar- og ættarnafn karlmanns eru nefnd skuli eignarfalls-s koma á skírnarnafn en ekki ættarnafn. Sé ættarnafn nefnt eingöngu tekur það eignarfalls-s, sbr. Pierres Bourdieu / Bourdieus. Ættarnöfn kvenna standa óbreytt en skírnarnöfn sem eiga sér hliðstæðu í íslensku beygjast samkvæmt því (Anna, Linda).
b) Hins vegar, annars vegar þ.h. skal rita í tveimur orðum, þ.e. annars vegar, hins vegar o.s.frv., sbr. malid.is, Málfarsbankinn.
- Beinum tilvitnunum skal stillt í hóf, bæði hvað varðar lengd og fjölda. Tilvitnanir úr erlendum málum skulu þýddar á íslensku í meginmáli en frumtexti standi neðanmáls. Beinar tilvitnanir skulu vera innan tilvitnunarmerkja ef þær eru stuttar (3−4 línur) en lengri tilvitnanir skulu vera örlítið inndregnar, með sömu leturgerð og leturstærð og megintexti og án tilvitnunarmerkja. Gæta skal þess vandlega að nota fullgild íslensk tilvitnunarmerki („ “). Tilvísunarnúmer eru ávallt sett aftan við tilvitnanir. Ekki skal hafa línubil á milli inndreginnar tilvitnunar og megintexta. Úrfellingu skal tákna með úrfellingarmerkinu … en flest ritvinnsluforrit innihalda flýtileiðina [AltGr + .] til að rita táknið. Þegar tilvitnun byrjar inni í málsgrein er ritaður lítill stafur í upphafi og því er óþarft að hafa úrfellingarmerki. Hins vegar er úrfellingarmerki haft ef sleppt er úr orðum fram að næsta punkti. Dæmi um beina inndregna tilvitnun:
-
- En þeir gátu þó stillt svo til, að hann varð ekki áskynja um, af hverjum völdum lekinn var. Fyrir þenna grikk … tóku þeir þenna lymska skólabróður sinn, með vitund allra pilta, og afhýddu hann, án þess nokkur vissi utan skóla. Þess konar ráðning hét snorri …7
- Orðrétt og stafrétt tilvitnun. Almennt skulu tilvitnanir í prentaðar og óprentaðar heimildir vera orðréttar og stafréttar en ákvörðun um annað er tekin í samráði við ritstjóra.
- Erlend hugtök. Komi erlend orð og hugtök fyrir í meginmáli skulu þau vera skáletruð. Vilji höfundur útskýra þýdd hugtök skal það gert með því að setja erlent hugtak skáletrað í sviga strax á eftir þýðingunni ásamt upphafsbókstaf tungumálaheitis en eingöngu í fyrsta sinn sem orðið kemur fyrir í textanum. Dæmi:
-
- Sagnfræðingar hafa tekið kenningum Bourdieus um habitus opnum örmum.
- Höfundur er undir miklum áhrifum af nýju menningarsögunni (e. New cultural history) svokölluðu.
Frágangur tilvísana
- Saga notar Chicago-staðalinn um samsetta heimilda- og tilvísanaskrá neðanmáls. Sjá leiðbeiningar og dæmi á vef Ritvers Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Í fyrsta sinn sem heimild er nefnd er hún skráð með fullum bókfræðilegum upplýsingum. Titill prentaðra rita er skáletraður en titill tímaritsgreina er í gæsalöppum. Skal getið höfundar, titils, útgáfustaðar og útgáfuárs. Óþarfi er þó að geta um undirtitil í heitum þekktra innlendra tímarita eins og Sögu (þar má sleppa undirtitlinum Tímarit Sögufélags).
- Þegar vísað er til blaðagreina sem skrifaðar eru undir höfundarnafni skal þess getið og heimildin sett fram sem grein. Séu greinar án höfundar og titils skal aðeins vísað til viðkomandi blaðs ásamt dagsetningu og blaðsíðutali.
- Þegar vísað er til ritsafna á borð við Alþingisbækur Íslands, Lovsamling for Island eða Íslenskt fornbréfasafn skal fyrst geta alls ritsafnsins en tilgreina svo númer bindis og blaðsíðutals sem vísað er til. Sé vísað til ritsafnsins síðar í sömu grein skal vísa til þess með titli, númeri bindis og blaðsíðutali.
- Tilvísanir skulu tölusettar með arabískum tölum í hlaupandi röð. Leitast skal við að staðsetja tilvísunarnúmer í lok málsgreinar. Farið er með athugasemdir og skýringar utan megintexta á sama hátt og tilvísanir og þar af leiðandi eru engar aftanmálsgreinar. Viðaukar tíðkast almennt ekki í Sögu en eru þó heimilir ef nauðsyn þykir og þá aðeins í samráði við ritstjóra.
Nokkur sýnidæmi með vísunum í heimildir (álitamál sem kunna að koma upp varðandi vísun til heimilda eru leyst í samráði við ritstjóra):
Bækur
Steinunn Kristjánsdóttir, Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir (Reykjavík: Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands, 2017), 272‒274.
- Stytt: Steinunn Kristjánsdóttir, Leitin að klaustrunum, 272‒273.
Friðrik Eggerz, Úr fylgsnum fyrri aldar II: Ævisaga Friðriks prests Eggerz, útg. Jón Guðnason (Reykjavík: Iðunn, 1952), 13.
- Stytt: Friðrik Eggerz, Úr fylgsnum fyrri aldar II, 13.
Dagbók Elku: Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915‒1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu, útg. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 15 (Reykjavík: Háskólaútgáfan og Miðstöð einsögurannsókna, 2012), 102.
- Stytt: Dagbók Elku, 102.
Tyge Krogh, Louise Nyholm Kallestrup og Claus Bundgård Christensen, ritstj. Cultural Histories of Crime in Denmark, 1500 to 2000, Routledge Studies in Cultural History 55 (London: Routledge, 2018).
- Stytt: Krogh, Kallestrup og Christensen, ritstj., Cultural Histories of Crime.
George Iggers, Sagnfræði á 20. öld: Frá vísindalegri hlutlægni til póstmódernískrar gagnrýni, þýð. Eiríkur K. Björnsson, Ólafur Rastrick og Páll Björnsson, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 37 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004), 20‒22.
- Stytt: Iggers, Sagnfræði á 20. öld, 20‒22.
Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn (DI) I‒XVI, útg. Jón Þorkelsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1857‒1972), hér II, 373.
- Stytt: DI II, 373.
Lovsamling for Island I‒XXI, útg. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn: Höst, 1853‒1889), hér X, 72.
- Stytt: Lovsamling for Island X, 72.
Íslenzkar æviskrár frá landsnámstímum til ársloka 1940 I‒VI, ritstj. Páll Eggert Ólason og Jón Guðnason (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1948‒1976), hér II, 250.
- Stytt: Íslenzkar æviskrár II, 250.
Greinar í bókum
John T. Lauridsen, „På kant med loven: Bogforbud, beslaglæggelser og klausulering,“ í Den trykte kulturarv: Pligtaflevering gennem 300 år, ritstj. Henrik Horstbøll og John T. Lauridsen (Kaupmannahöfn: Det Kongelige Bibliotek og Statsbiblioteket, 1998), 223–264.
- Stytt: John T. Lauridsen, „På kant med loven,“ 225.
Vilborg Sigurðardóttir, „Vitund vaknar – augu opnast: Rauðsokkahreyfingin 1970–1975,“ í Kvennaslóðir: Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands, 2001), 476–492.
- Stytt: Vilborg Sigurðardóttir, „Vitund vaknar – augu opnast,“ 483.
Greinar í tímaritum
Unnur Birna Karlsdóttir, „Ríki heiðagæsarinnar: Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera 1959–2007,“ Saga 46, nr. 1 (2008): 17–55, hér 22–23.
- Stytt: Unnur Birna Karlsdóttir, „Ríki heiðagæsarinnar,“ 22–23.
Yvonne Keller, „“Was It Right to Love Her Brother’s Wife so Passionately?“ Lesbian Pulp Novels and U.S. Lesbian Identity, 1950–1965,“ American Quarterly 57, nr. 2 (júní 2005), 385–410.
- Stytt: Yvonne Keller, „“Was It Right to Love Her Brother’s Wife so Passionately?““, 407.
Greinar í dagblöðum, vikuritum og mánaðarritum
Katrín Thoroddsen, „Barnavernd og meðferð ungbarna,“ Þjóðviljinn, 17. febrúar 1939, 2–3.
- Stytt: Katrín Thoroddsen, „Barnavernd og meðferð ungbarna,“ 2–3.
Eiríkur Jónsson, „Með sakavottorð upp á 3 síður – án þess að hafa framið glæp,“ Vikan, 25. janúar 1979, 10–15.
- Stytt: Eiríkur Jónsson, „Með sakavottorð upp á 3 síður“, 12.
Inga Lára Lárusdóttir, „Svar frú Sigurlaugar Knudsen,“ 19. júní, október 1927, 111‒114.
- Stytt: Inga Lára Lárusdóttir, „Svar frú Sigurlaugar Knudsen,“ 111.
Alþingistíðindi 1899 A, 485.
Ekki stytt.
Stjórnartíðindi 1922 A, 46‒49 (l. nr. 33/1922).
Ekki stytt.
Þjóðólfur 29. febrúar 1856, 50.
Ekki stytt.
Lokaritgerðir
Lokaritgerðir frá ólíkum háskólum eru varðveittar á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og til þeirra er vísað sem slíkra. Ekki er vísað til lokaritgerða sem vefheimilda, þótt margar séu aðgengilegar á Skemmunni.
Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Brynja Dís Valsdóttir, „Leiklist í Öngulsstaðahreppi frá 1860 til 1926 og menningarfélög hreppsins á því tímabili“. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1988, 92.
Stytt: Lbs. – Hbs. Brynja Dís Valsdóttir, Leiklist í Öngulsstaðahreppi, 92.
Lbs. – Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn) Guðni Tómasson, „Heiðurslaun listamanna. Fortíð, fyrirkomulag og framtíð“. MA-ritgerð í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst 2014, 52.
Stytt: Lbs. – Hbs. Guðni Tómasson, Heiðurslaun listamanna, 52.
Óprentaðar heimildir
Titill óprentaðra heimilda er hvorki skáletraður, undirstrikaður né í gæsalöppum. Fylgt er upprunareglu, þ.e. geta skal fyrst skjalavörslustofnunar og er hún jafnan skáletruð og skammstöfuð. Síðan er tilgreint skjalasafnið sem skjalið er hluti af, deildir innan þess og einingar (t.d. bréfabók, fundargerðabók) og loks skjalið sjálft. Þegar um bréf er að ræða skal tilgreina nöfn bréfritara og viðtakanda og dagsetningu. Þegar vísað er til dagsetts skjals er óþarfi að tilgreina blaðsíðutal.
- BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur). Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr. 2610, mál Fi. 395. Skýrsla um þurfalinginn Sigurlaugu Grímsdóttur, Klapparstíg 14, 2. nóvember 1916.
Stytt: BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr. 2610, mál Fi. 395.
ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Stjórnarráð Íslands. II. Db. 5 nr. 759. Verðlagsnefndin til Stjórnarráðs, 1. október 1917.
Stytt: ÞÍ. Stjórnarráð Íslands II. Db. 5 nr. 759. Verðlagsnefndin til Stjórnarráðs, 1. október 1917.
ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu. GA/5‒2. Dóma- og þingbók (1807‒1812).
ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Kirknasafn. Bergstaðir. BC/1. Sóknarmannatal (1786‒1844).
ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands) Saksóknari ríkisins. 2011-D/184. Mál nr. 628/79. Skýrsla lögreglunnar í Reykjavík, 17. mars 1979.
Stytt: ÞÍ. Saksóknari ríkisins. 2011-D/184. Mál nr. 628/79. Skýrsla lögreglunnar í Reykjavík, 17. mars 1979
Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritasafn) Lbs. 150 8vo. (heiti heimildar, ef við á, fylgir á eftir).
Stytt: Lbs. Lbs. 150 8vo. (sbr. að ofan).
Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritasafn) JS. 567 8vo. (heiti heimildar fylgi á eftir).
Stytt: Lbs. JS. 567 8vo (stytt heiti heimildar).
KSS. (Kvennasögusafn Íslands) 2018/18. Elín Briem. Einkaskjalasafn. Askja 5. Jón Þorláksson til Elínar Briem, 28. desember 1914.
Stytt: KSS. 2018/18. Elín Briem. Einkaskjalasafn. Askja 5. Jón Þorláksson til Elínar Briem, 28. desember 1914.
Vefheimildir
Þegar vísað er til vefheimilda er meginreglan þessi: Vef. Höfundur (ef við á), titill, vefsíða, dagsetning (ef við á), ábyrgðaraðili (ef við á), dagsetning skoðunar.
Vef. „Legstaðaskrá“, gardur.is. Kirkjugarðasamband Íslands, sótt 11. ágúst 2020.
Stytt: Vef. „Legstaðaskrá“.
Vef. Erla Hulda Halldórsdóttir, „Saumavél eða vélbátur? Smávegis um söguna og ömmur,“ Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, 20. desember 2017, sótt 11. ágúst 2020.
Stytt: Vef. Erla Hulda Halldórsdóttir, „Saumavél eða vélbátur?“
Vef. Lög um menningarminjar nr. 80/2012,1. gr., althingi.is. Alþingi, sótt 18. september 2017.
Stytt: Vef. Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 1. gr.
Vef. „Safnið. Byggingar. Timburhúsið frá Holti á Síðu,“ skogasafn.is, 13. ágúst 2010. Skógasafn, sótt 11. ágúst 2020 gegnum vefsafn Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns, vefsafn.is.
Stytt: Vef. „Safnið. Byggingar. Timburhúsið frá Holti á Síðu“.
Annað
ÞÞ. (Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands). Spurningaskrá nr. 73. Hernámsárin. Nr. 10005. Kona fædd 1925. Reykjavík.
Stytt: ÞÞ. Spurningaskrá nr. 73. Hernámsárin. Nr. 10005. Kona fædd 1925. Reykjavík.
Hdr. (handrit í vörslu höfundar). Minnispunktar frá íbúafundi á Selfossi, 24. ágúst 2017.
Stytt: Hdr. Minnispunktar frá íbúafundi á Selfossi, 24. ágúst 2017.
Ritstjórar Sögu, september 2020
Algengar skammstafanir í tilvísunum í prentaðar og óprentaðar heimildir:
Þí – Þjóðskjalasafn Íslands
BR. – Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Lbs.-Hbs. – Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn
Lbs. – Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, handritadeild
Stj. Í. – Skjalasafn Stjórnarráðs Íslands
Rtk. – Skjalasafn rentukammers
Í. stjd. – Skjalasafn íslensku stjórnardeildarinnar
Bps. – Skjalasöfn Skálholtsbiskups, Hólabiskups og biskups yfir Íslandi öllu