Skip to content

„Þjóðbanki Íslands“. Peningavald, sjálfstæði seðlabanka og lýðræði eftir fyrri heimsstyrjöld

Höfundur:
Sveinn Máni Jóhannesson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2025 LXIII: I
Ártal:
2025
Bls:
53-87
DOI:
10.33112/saga.63.1.1
Árið 1927 var Landsbanki Íslands endurskipulagður sem fyrsti íslenski seðlabankinn með stjórn peningamála á höndum. Til þess að leggja grunn að endurreisn hins alþjóðlega fjármálakerfis eftir upplausn fyrri heimsstyrjaldarinnar höfðu Þjóðabandalagið, Bretland og Bandaríkin forgöngu um að stofnaðir væru sjálfstæðir seðlabankar — allt frá Grikk landi og Búlgaríu til Austurríkis og Þýskalands og áfram til Eystra saltsríkjanna og Íslands — eftir almennri forskrift sem til varð á fjármálaráðstefnum Þjóðabandalagsins í Brussel árið 1920 og Genúa árið 1922. Í þessari grein verður stofnun íslenska seðlabankans árið 1927 sett í alþjóðlegt samhengi þriðja áratugar síðustu aldar á mótunar tímabili nútímalegrar seðlabankastjórnunar og mátuð við þær hug myndir sem efstar voru á baugi um skipan efnahagsmála. Færð verða rök fyrir því að Landsbanki Íslands hafi verið endurmótaður sem full gildur seðlabanki með sambærilegum hætti og aðrir nýir evrópskir seðlabankar þar sem megináhersla var lögð á að framselja peninga valdið til óháðrar stofnana sem væru sjálfstæðar gagnvart lýðræðisleg um áhrifum á vettvangi stjórnmálanna.