Betra fólk. Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938
Ártal:
2021
Bls:
118-151
DOI:
10.33112/saga.59.1.2
Í þessari grein er fjallað um sögu orðræðunnar um takmarkanir barneigna á Íslandi á millistríðsárunum. Umræðan var nær alltaf tengd hugmyndum um mannkynbætur sterkum böndum. Læknar, heimspekingar og kvenréttindakonur ræddu um og kynntu takmarkanir barneigna undir þeim formerkjum að þær gætu fækkað í hópi óæskilegra Íslendinga og bætt þannig þjóðina. Á fjórða áratugnum voru sett tvenn lög á Alþingi sem tóku til takmarkana barneigna en þau voru sömu¬leiðis rökstudd að hluta til með mannkynbótarökum. Því má segja að á millistríðsárunum hafi takmarkanir barneigna og mannkynbætur verið óaðskiljanleg stef í íslenskri orðræðu.