Frá heimilisiðnaði til athafnakvenna í textíl
Ártal:
2023
Bls:
124–151
DOI:
10.33112/saga.61.2.3
Efnisorð:
Í gegnum söguna hafa konur séð heimilisfólki sínu fyrir fatnaði með
ullarvinnu, prjóni og saumaskap, stundað prjónaskap fyrir verslanir og
unnið við textíl í verksmiðjum. En konur hafa ekki síður stundað sjálf
stæðan atvinnurekstur á þessu sviði, þótt sú saga sé minna þekkt. Í
greininni er sjónum beint að lífi og framlagi athafnakvenna í textíl og
sett í samhengi við þróun textíl vinnslu á Íslandi, einkum ullarvinnslu
og handvefnaðar. Sérstök áhersla er lögð á Guðrúnu Vigfúsdóttur og
Þórdísi Bergsdóttur sem báðar voru fæddar á þriðja áratug síðustu
aldar. Skoðað er hver hlutur þeirra var í að færa störf kvenna sem
unnin voru innan heimilisins út í hið opinbera rými. Fræðileg sjónar
mið sem gagnrýna karllæg viðmið um frumkvöðlastarfsemi og jaðar
setja athafnasemi kvenna og framlag þeirra til atvinnusköpunar eru
notuð til að setja störf þeirra í kenningalegt samhengi og meðal annars
horft til kenninga um opinbert svið og einkasvið. Framlag þeirra er
skoðað með tilliti til aðstæðna kvenna í þeirra samtíma. Þá er sýn
þeirra á eigin störf og skilningur á eigin framlagi skoðað í ljósi þess
tíðaranda sem þá ríkti.