Skip to content

Frelsi, fagnaðarefni og hættuspil. Getnaðarvarnarpillan á Íslandi 1960-1980

Höfundur:
Ása Ester Sigurðardóttir
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2023 LXI:I
Ártal:
2023
Bls:
79-105
DOI:
10.33112/saga.61.1.2
Í þessari grein er fjallað um sögu getnaðarvarnarpillunnar fyrstu tvo áratugina eftir að hún varð fáanleg á Íslandi, um það bil 1960–1980. Pillan er hér rannsökuð út frá þeim áhrifum sem hún hafði á gerenda hæfni og sjálfsákvörðunarrétt kvenna og þeim breytingum sem hún hafði á líf þeirra sem hana notuðu. Pillan var nýtt lyf sinnar tegundar og hafði óneitanlega töluverð áhrif á tækifæri og aðstæður kvenna þar sem hún auðveldaði konum að skipuleggja líf sitt eftir eigin höfði á öruggari hátt en nokkru sinni áður, óháð ótímabærum barneignum. Á sama tíma fylgdu pillunni vandamál sem gerðu það að verkum að áhrif hennar voru ekki öll af jákvæðum toga. Til grundvallar þessari rannsókn eru viðhorf samtímafólks gagnvart pillunni á fyrstu árum hennar eins og þau birtast í blöðum og tímaritum, ásamt viðtölum sem höfundur tók við fólk sem annað hvort var á barneignaraldri eða var starfandi í heilbrigðisgeiranum á þessum árum.