Skip to content

Guðmundur góði, vondur biskup? Um Guðmund biskup Arason hinn góða og vonda dóma um hann

Höfundur:
Helgi Þorláksson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2022 LX:II
Ártal:
2022
Bls:
51-81
DOI:
10.33112/saga.60.2.3
Guðmundur góði Arason biskup hefur iðulega fengið furðuharða dóma, bæði sagnfræðinga og annarra sem um hann hafa ritað. Höfundar sem rituðu í anda þjóðernishyggju héldu því fram að Guðmundur biskup hefði gefið sig á vald erlendum öflum, páfa og erkibiskupi, kveikt ófriðarbál og valdið endalokum þjóðveldis. Í seinni tíð hafa sagnfræðingar almennt snúist gegn þessari söguskoðun með þungvægum rökum. Hins vegar kemur fram í skrifum höfunda, líka sagnfræðinga, að Guðmundi hafi verið mislagðar hendur sem biskupi og val hans til starfans verið mistök. Stjórn hans á fjármálum stólsins á Hólum hafi verið lítil, jafnvel glórulaus, hann hafi sóað fjármunum, og maðurinn auk þess verið óbilgjarn og ofsafenginn og er það síendurtekið þegar segir frá honum. Í greininni er þetta reifað og gagnrýnt og kannað hvort í þessu komi fram söguskoðun mótuð af þjóðernishyggju.