Skip to content

Hjónaband í flokksböndum: pólitísk þátttaka Ingibjargar Steinsdóttur og Ingólfs Jónssonar á árunum milli stríða.

Höfundur:
Ingibjörg Sigurðardóttir
Páll Björnsson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2016 LIV: I
Ártal:
Bls:
DOI:
Saga hreyfingar kommúnista á Íslandi er margslungnari en svo að nóg sé að rýna í framvindu stefnumála og aðgerðir innan flokksstofnana eða rekja ævi og störf helstu forystumanna. ein leið til breiðvirkari nálgunar að sögu hreyfingarinnar er sú að greina hlut hinna almennu þátttakenda. Hjónin Ingibjörg Steinsdóttir (1903–1965) og Ingólfur Jónsson (1892–1982) eru dæmi um slíka fótgönguliða. Leiðir þeirra lágu saman í Reykjavík en þau settust að á Akureyri árið 1922. Þau fluttu svo búferlum til Ísafjarðar 1926, þar sem Ingólfur gegndi starfi bæjarstjóra í átta ár á meðan Ingibjörg reyndi fyrir sér sem leikkona á helstu leiksviðum landsins. Þau voru bæði sannfærð um að breyta þyrfti samfélaginu í anda kommúnisma. En hvað fólst í því? Vildu þau einungis almennt bæta kjör verkalýðsins eða gekk það einnig út á að fylgja flokkslínum? Áhugavert er í þessu sambandi að sjá hvernig flokksforystan í Reykjavík brást við tilraunum beggja til að fara sínar eigin leiðir innan hreyfingarinnar en þau átök náðu ákveðnu hástigi árið 1932, þegar miðstjórnin rak Ingólf úr flokknum. Hjónabandinu lauk með skilnaði árið 1939 en spyrja má hvort hörð innanflokksátökin hafi orðið til þess að grafa undan því.
Marriage and Party Discipline: The Political Involvement of Ingibjörg Steinsdóttir and Ingólfur Jónsson Between the World Wars The history of Iceland’s Communist movement is too complex to be adequately described by analysing policy developments and party activities or by outlining the lives and actions of leading figures. Fortunately, the methods of microhistory offer a broader approach, in that they can illuminate the roles of everyday participants. The married couple Ingibjörg Steinsdóttir (1903–1965) and Ingólfur Jónsson (1892–1982) belonged to the rank and file, meeting in Reykjavik but moving in 1922 to Akureyri, where Ingólfur and his partners ran a printing office. The couple moved to Ísafjörður in 1926, with Ingólfur serving as mayor for eight years, while Ingibjörg was trying her luck as an actress in Iceland’s principal theatres. Convinced that society needed to be reformed in keeping with Communism, both of them helped found an organisation that supported this ideology. Neither of them, however, had any training in Communist theories, even though Ingibjörg had stayed in Moscow for seven weeks under Comintern auspices in 1930. Mainly, their political efforts were directed at improving working class conditions, and they seem not to have shown much concern for orders coming from central party organs far away. The party’s higher echelon in Reykjavík objected to the attempts of the couple to act however they saw fit for Communism; this peaked in 1932, when the central committee excluded Ingólfur from the party. This conflict reflects to a certain extent the historical tension between Communist hardliners and opportunists. Since the couple’s marriage ended with divorce in 1939, one wonders whether the party’s bitter struggles of the 1930s had undermined their relationship.