Skip to content

„Húsin nötra undan brostnum vonum …“ Um gagnrýni menntamannanna Sigurbjörns Einarssonar, Jóns Óskars og Arnórs Hannibalssonar á Sovétríkin á sjötta áratugnum.

Höfundur:
Haukur Ingvarsson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2023 LXI:II
Ártal:
2023
Bls:
89–123
DOI:
10.33112/saga.61.2.2
Allt frá stofnun Sovétríkjanna leituðu leiðtogar þeirra leiða til að vinna menntamenn á Vesturlöndum á sitt band og gera þá að talsmönnum kommúnisma. Margir svöruðu kallinu og boðuðu að í Sovétríkjunum mætti sjá vísi að samfélögum framtíðarinnar. Sumir af þessum mönnum áttu síðar eftir að stíga fram og gagnrýna Sovétríkin og með til komu kalda stríðsins varð til sérstök andkommúnísk orðræða sem tjáð var bæði í ræðu og riti. Í því samhengi var gjarna talað um að menn gerðu upp við fortíð sína, gengju af trúnni eða lýstu brostnum vonum. Í þessari grein eru þrír íslenskir menntamenn sem voru mikilvægir fyrir vinstrihreyfinguna á Íslandi í brennidepli en þeir eiga það sameiginlegt að hafa gagnrýnt Sovétríkin opinberlega. Gagnrýni þeirra verður skoðuð í samhengi við þá andkommúnísku orðræðuhefð sem var að mótast á alþjóðavettvangi í tengslum við þing og tímaritaútgáfu and kommúnísku menningarsamtakanna Congress for Cultural Free dom.