Skip to content

„Þá var mikill vetur.“ Samalas-eldgosið árið 1257 og fall íslenska goðaveldisins

Höfundur:
Skafti Ingimarsson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2023 LXI:II
Ártal:
2023
Bls:
152-153
DOI:
10.33112/saga.61.2.4
Árið 1257 gaus eldfjallið Samalas á eyjunni Lombok í Indónesíu einu öflugasta sprengigosi sem orðið hefur frá lokum síðustu ísaldar. Eldgosið olli veður- og loftslagsbreytingum á heimsvísu og hafði í för með sér kólnandi veðurfar um nokkurra ára skeið, þar á meðal í Evrópu. Í grein inni er fjallað um gosið og afleiðingar þess á Íslandi. Sýnt er fram á að harðindi gengu yfir landið árin 1258–1261 svo að lá við hungursneyð meðal landsmanna. Sett er fram tilgáta þess efnis að harðindin og hall ærið sem af þeim leiddi hafi verið ein ástæða þess að Íslendingar gengust undir vald Hákonar Noregskonungs með gerð Gamla sáttmála árið 1262. Tilgangur skipaákvæðis sáttmálans — þess efnis að sex skip skyldu sigla milli Noregs og Íslands næstu tvö sumur — hafi verið að tryggja að vistir og varningur bærust landsmönnum, sem voru hjálparþurfi.