Skip to content

Innan norms og utan. Systkinin Steinunn Thorsteinsson og Haraldur Hamar

Höfundur:
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2024 LXII:II
Ártal:
2024
Bls:
79-110
DOI:
Þessi grein fjallar um systkinin Harald Hamar Thorsteinsson (1892–1957) skáld og Steinunni Thorsteinsson (1886–1978) ljósmyndara. Systkinin ólust upp á miklu mennta- og menningarheimili. Haraldur hélt snemma út til náms en varð áfengissýki og geðveiki að bráð. Steinunn lærði ljósmyndun og rak ljósmyndastofu með æskuvinkonu sinni og lífsförunauti Sigríði Zoëga í áratugi. Bæði lifðu þau utan við hið gagnkynhneigða norm, Steinunn hélt heimili í áratugi með Sigríði Zoëga og altalað var í bænum að Haraldur væri kynvillingur. Í gegn um annars rýrar heimildir má sjá að þrátt fyrir að systkinin lifðu bæði utan hins viðtekna var staða þeirra utan við normið túlkuð á ólíkan hátt, bæði af samferðafólki þeirra sem og í endurminningum af þeim.