Íslenska dyggðasamfélagið undir lok nítjándu aldar
Ártal:
2021
Bls:
96-124
DOI:
10.33112/saga.59.2.1
Efnisorð:
Félagsgerð íslensks samfélags á nítjándu öld einkenndist af samfélagslega viðurkenndum dyggðum sem öllum var ætlað að undirgangast og halda að öðrum. Þær mótuðu umgengni fólks hvert við annað, settu viðmið og reistu skorður við hegðun sem taldist brjóta gegn þeim. Á síðasta fjórðungi nítjándu aldar hófst samfélagslegt breytingaskeið á Íslandi sem fól meðal annars í sér breytingar á félagsgerð og siðferðis¬viðmiðum. Sumum orsökum þessa má lýsa sem náttúrulegum og samfélagslegum hamförum — harðindum, Öskjugosi og vesturferðum — en öðrum sem stórstígari breytingum en áður þekktust, til dæmis í atvinnuháttum, menntun, þéttbýlismyndun, lýðræðisumbót¬um og fleiru. Ríkjandi siðferðisviðmið mættu sífellt fleiri áskorunum er nær dró aldamótunum 1900 og voru þá farin að taka breytingum. Þessi grein fjallar um þær breytingar.