Listamaðurinn og skrásetjarinn. Um kvikmyndagerð Vigfúsar Sigurgeirssonar
Ártal:
2024
Bls:
98–129
DOI:
10.33112/saga.62.1.3
Efnisorð:
Í greininni er í fyrsta sinn farið heildrænt yfir feril Vigfúsar Sigurgeirs
sonar sem kvikmyndagerðarmanns, frá því að hann fór til Þýskalands
árið 1935 til að kaupa kvikmyndatökuvél allt til síðustu þjóðhátta
mynda hans á áttunda áratugnum. Skoðaður er þáttur Vigfúsar við
gerð fyrstu opinberu landkynningarkvikmynda þjóðarinnar á heims
sýn ingunni árið 1939 og gerð hans á kynningarmynd fyrir Samband
íslenskra samvinnufélaga, sem einnig var sýnd á heimssýningunni.
Fjallað er um stíl Vigfúsar eins og hann þróaðist á ferlinum og áhrif
hans á mótun myndrænnar framsetningar á embætti forseta Íslands, en
Vigfús var valinn til að fylgja forsetanum eftir á ferðalögum og við
ýmis embættisstörf eftir stofnun lýðveldisins 1944. Þá er hlutur hans í
nýuppgötvaðri áróðursmynd Sjálfstæðismanna af óeirðunum við
Austurvöll 30. mars 1949 skoðaður og þjóðháttamyndum sem Vigfús
gerði fyrir félagasamtök á Suðurlandi gerð skil. Í samhengi við feril
Vigfúsar er sett fram kenning um breytingar á íslenskri kvikmynda
gerð eftir 1935. Með tilkomu opin bers fjármagns til kvikmyndagerðar,
ásamt fyrstu kvikmyndaverkefnunum á vegum stofnana og félagasam
taka, má segja að kvikmyndagerð á Íslandi hafi verið stofnanavædd og
opnað fyrir möguleikann á því að fólk tæki að sér kvikmyndagerð gegn
greiðslu. Markmiðið er að gefa heildstætt yfirlit yfir kvikmyndaferil
Vigfúsar og setja fram nýjar upplýsingar um hann en rannsaka jafn
framt breytingar á fagurfræði mynda hans frá stílfærðum myndum
fjórða áratugarins til hlutlausrar skrásetningar hans á þeim sjötta.