Skip to content

Mikson-málið sem „fortíðarvandi“: stjórnmál minninga, þjóðarímyndir og viðmiðaskipti.

Höfundur:
Valur Ingimundarson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2013 LI: I
Ártal:
Bls:
DOI:
Sakarannsóknir eða réttarhöld í stríðsglæpamálum endurspegla oft togstreitu milli einstaklingbundinnar reynslu og opinberra sjálfsmynda þjóða. Í greininni er fjallað um þessa togstreitu með því að beina sjónum að því hvernig ráðandi hugmyndafræði mótaði og endurmótaði pólitísk og lagaleg viðhorf til baráttu einstaklinga gegn kommúnisma og samvinnu við Þjóðverja í lok síðari heimsstyrjaldar, kalda stríðinu og eftir fall Sovétríkjanna. Sem dæmi er tekið hið svonefnda Mikson-mál og viðtökur þess á Íslandi, í Eistlandi, Svíþjóð, Ísrael og Rússlandi. Það snerist um ásakanir um stríðsglæpi á hendur Eistlendingnum Evald Mikson, sem sest hafði að á Íslandi og tekið upp nafnið Eðvald Hinriksson sem íslenskur ríkisborgari. Nálgunin tekur ekki aðeins mið af persónusögu Miksons, heldur er það sett í víðara samhengi með því að tengja það við sjálfstæðisbaráttu Eistlands, samvinnu Eista við Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld, ofsóknir gegn gyðingum og helförina, togstreituna milli kommúnisma og andkommúnisma á kaldastríðstímanum og umbreytingartímabilið eftir fall Sovétríkjanna. Sýnt er fram á hvernig pólitísk viðmiðaskipti, fyrst í kalda stríðinu og síðan eftir að því lauk, leiddu til mismunandi túlkunar á ásökunum um stríðsglæpi og einstaklingsbundinni og samfélagslegri ábyrgð og grófu undan viðteknum söguskoðunum.
THE MIKSON AFFAIR AND TROUBLED PASTS: The Politics of Memory, National Identities, and Paradigm Changes This article explores how dominant ideologies during different time periods reconfigured political and legal attitudes towards individual resistance to Soviet rule and collaboration with the Germans during World War II. As a case study, the so-called Mikson Affair is analyzed. It centered on charges—first put forward by Estonian refugees in Sweden at the end of the war, then by the Soviets during the Cold War, and, finally, by the Simon Wiesenthal Center following the breakup of the Soviet Union—against an Estonian policeman, Evald Mikson, for killing communists and Jews in 1941 during the last phase of the Russian occupation of Estonia and the beginning of the German one. The article ties Mikson‘s personal and political trajectories with national and transnational processes, such as Estonia‘s independence struggle; Estonian collaboration with Nazi Germany; the persecution of the Jews and the Holocaust; the ideological conflict of the Cold War, and the end of Communism. Thus, the focus is on exploring the intersections between individual representations based on experiences, on the one hand, and ideological paradigm shifts, reconfigurations of power relations, and collective memories, on the other. The purpose is to show how interpretations of war crimes memories by various political elites—especially Estonian, Icelandic, and Jewish but also Russian ones—were used, in the Cold War and during the post-Cold War period, to influence, revise, and question national identities, notions of individual and collective guilt, foundational myths, and governmental behavior.