Skip to content

Ríkisfang giftra kvenna á Íslandi 1898–1952

Höfundur:
Brynja Björnsdóttir
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2024 LXII:I
Ártal:
2024
Bls:
70-97
DOI:
10.33112/saga.62.1.2
Með stjórnarskrárlögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 1920 fengu íslenskar konur full pólitísk réttindi á sömu forsendum og karlar. Nokkru áður en stjórnarskrárlögin gengu í gildi hafði Alþingi hinsvegar sett lög sem fólu í sér skerðingu á frelsi og sjálfstæði giftra kvenna. Hér er um að ræða fyrstu íslensku ríkisborgararéttarlögin en þau voru lögfest í október árið 1919. Í lögunum var sérregla, sem varðaði ríkisfang giftra kvenna, af sama meiði og finna mátti í gildandi ríkisborgararéttarlögum vestrænna ríkja og víðar í heiminum. Gift kona fylgdi manni sínum að ríkisfangi. Nokkrum árum eftir gildistöku íslensku ríkisborgararéttarlaganna hófu kvenréttindakonur að berjast fyrir breytingum á lögunum sem tryggðu konum fullkomið jafnrétti við karla í ríkisfangslegu tilliti. Þessi grein fjallar um ákvæði íslenskra ríkisborgararéttarlaga um giftar konur og áhrif laganna á réttarstöðu kvenna sem giftust mönnum með erlent ríkisfang. Barátta íslenskra kvenréttindakvenna fyrir sjálfstæðum ríkisborgararétti giftra kvenna er rakin og skoðuð í alþjóðlegu samhengi.