Skjalasöfn sýslumanna á nítjándu öld. Um skjalfræði, mikilvægi upprunans og heimildargildi skjala
Ártal:
2021
Bls:
152-185
DOI:
10.33112/saga.59.1.1
Efnisorð:
Skjöl og skjalasöfn eru ein helsta uppspretta heimilda um líf og störf fólks fyrr á öldum. Slíkar heimildir eru því mikið notaðar af fræði¬mönnum til að varpa ljósi á hag fólks, líf einstaklinga, á einstaka at¬burði eða stjórnsýslu hvers tíma. Til að skjöl nýtist til rannsókna verður uppruni þeirra að vera ljós svo að fræðimenn geti lagt mat á heimildargildi þeirra. Embætti sýslumanna er eitt elsta nústarfandi embætti landsins og skjalasöfn þeirra bæði fjölbreytt vegna fjölbreyttra verkefna þeirra og umfangsmikil vegna aldurs þeirra. Þar sem sýslumenn störfuðu um allt land og voru að hluta til í beinum samskiptum við almenning varpa skjallegar heimildir í skjalasöfnum þeirra einna best ljósi á stjórnsýsluna og veita innsýn í líf almennings á hverjum tíma.