Skip to content

Skjaldborg um skírnarnöfn. Mótun Þjóðlegs sameiningartákns á Íslandi 1880–2020

Höfundur:
Páll Björnsson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2024 LXII:I
Ártal:
2024
Bls:
37–69
DOI:
10.33112/saga.62.1.1
Innreið nútímans á áratugunum kringum aldamótin 1900 kallaði á sífellt umfangsmeiri skrásetningar á þegnunum. Þessar breytingar komu að utan og með þeim streymdu einnig hugmyndir um hvernig ætti að haga þessari skráningu. Í nágrannalöndunum var stuðst við eftir nafn fólks og sú aðferð náði um tíma fótfestu á Íslandi. Árið 1913 var til dæmis svo komið að nær allar opinberar skrár voru færðar sam kvæmt eftirnafninu, þeirra á meðal skattskráin, bókaskrár og símaskráin. Margir urðu þó til að andmæla þessari framvindu, jafnvel hástöf um: Þeir töldu að skírnarnafnið ætti að stýra uppröðun fólks. Hér verður saga þessara margþættu deilna rakin frá nítjándu öld til samtímans.