Skip to content

Vansköpuð börn í norskum og íslenskum kristinrétti miðalda: um barnaútburð á elstu tíð.

Höfundur:
Brynja Björnsdóttir
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2012 L: I
Ártal:
Bls:
DOI:
Í Íslendingabók segir að eitt þeirra lagaákvæða sem samþykkt voru við kristnitökuna árið 999 eða 1000 hafi varðað barnaútburð og er það orðað svo að „of barnaútburð skyldu standa hin fornu lög“. Allt frá miðöldum hafa menn túlkað þessi orð á þá leið að útburður á börnum hafi verið frjáls í heiðni og leyfður áfram við kristnitökuna, og hefur sá skilningur haldist óbreyttur allar götur síðan. Í þessari grein eru ummælin um útburðarákvæðið túlkuð á nýjan hátt. Ef í heiðnum sið hafa verið í gildi lög um barnaútburð bendir það til þess að athæfið hafi verið takmörkunum háð. Og vegna líklegs skyldleika fornra íslenskra og norskra laga er ekki ósennilegt að lög landanna um barnaútburð í heiðni hafi verið sambærileg. Hin fornu lög eru glötuð, en í norskum kristinrétti eldri Gulaþingslaga úr valdatíð Ólafs digra Noregskonungs (1015–1030) segir að ala skuli hvert barn sem fæðist nema það sem fæðist með ákveðnum vanskapnaði (örkumlum). Hér verður fjallað um lýsingar norsks kristinréttar á vanskapnaði barna og jafnframt færð rök fyrir þeim skilningi að í heiðni hafi barnaútburður ekki verið frjáls, heldur hafi gilt lög sem heimiluðu útburð á vansköpuðum börnum og þar með sett bann við útburði heilbrigðra barna. Þá verður reynt að grafast fyrir um uppruna ákvæðanna um vansköpuð börn, hvort þau eru nýmæli í norskum lögum sem eiga rætur að rekja til erlendra fyrirmynda eða norsk að uppruna og mögulega leifar af fornum lögum sem Ari er þá að vísa til. Svo virðist sem leita verði langt aftur til Grikkja og Rómverja til að finna sambærileg viðhorf til tilveruréttar vanskapaðra barna og í fornnorskum og forníslenskum kristinrétti. Í greininni er gerð grein fyrir því hvaða meðfæddum vanskapnaði miðaldamenn eru að lýsa í lögunum.
BIRTH DEFECTS AND INFANT EXPOSURE IN OLD NORSE AND ICELANDIC CHURCH LAW Despite an absence of contemporary evidence, scholars of ancient Icelandic society have generally agreed that infanticide through exposure was freely permitted in pagan times. The main source of evidence for this is Íslendingabók (the Book of Icelanders), written by the priest Ari Þorgilsson in the period 1122–1133. According to this text, when Christianity was adopted in Iceland at the turn of the first millennium, one of the legal provisions agreed was: “the old laws on child exposure shall remain in force.” These words have been interpreted to indicate that exposing children was unrestricted in pagan times and continued to be so after Christianisation. This article rejects the traditional interpretation, maintaining that the exposure provision actually suggests not that infant exposure was free of restrictions (which would obviate the need for any laws about it) but rather was subject to definite rules and requirements. While these old laws have been lost, the Icelandic and Norse provincial laws of that time were so closely akin that similar approaches to child exposure are likely. The oldest extant Norse laws on child exposure are found in the Christian law of Gulathing, dating to around 1020, and other Norse regional laws. These allow for the exposure or neglect of children born with certain specified deformities. Remarks on the special treatment of children with abnormal appearances are also found in Icelandic Christian law. Because comparable laws on deformed children are not found in texts of Christian law and philosophy from other countries, we can conclude that the manner in which children with birth defects were treated in Norse Christian law was not based on foreign models, but originated in Scandinavia. Elsewhere, one must go back many centuries, as far as pagan Greece and Rome, to find comparable attitudes towards the right of deformed children to live. According to epidemiological estimates, approximately 3% of live-born infants have a visible birth defect, and if the proportion of these birth defects was similar in pagan times, when there was a smaller number of births due to the lower population, there would have been still fewer such deformities present in Icelandic society. Thus the descriptions of birth defects found in old Norse Christian law probably represent knowledge accrued over a long period of time that in all likelihood was originally heathen and was transposed into Christian law. These ancient laws banned exposing healthy infants but allowed exposing the deformed.