Skip to content

Var almenningur áhugalaus um sjálfstæðisbaráttuna? Rýnt í stjórnmálaviðhorf um aldamótin 1900

Höfundur:
Hrafnkell Lárusson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2024 LXII:II
Ártal:
2024
Bls:
49-77
DOI:
Sú söguskoðun er orðin langlíf að íslensk stjórnmál síðustu áratuga nítjándu aldar og upphafs tuttugustu aldar hafi snúist um fátt annað en sjálfstæðisbaráttu forystumanna þeirra gagnvart dönskum yfirvöldum og fáein önnur „stórpólitísk“ álitamál. Umfjöllun um þetta efni var lengi undir skýrum áhrifum þjóðernishyggju, þar sem beint og óbeint var gengið út frá því að íslenskur almenningur hefði einnig haft lifandi áhuga á sjálfstæðisbaráttunni og staðið þétt við bak forystumanna sinna. Í þessari grein eru dregnir fram og ræddir vitnisburðir frá fyrrgreindu tímabili sem varpa öðru og víðara ljósi á viðhorf landsmanna til sjálfstæðisbaráttunnar.