Skip to content

Voru goðorð arfgeng fyrir 1100?

Höfundur:
Axel Kristinsson
Birtist í
Saga: Tímarit Sögufélags 2022 LX:II
Ártal:
2022
Bls:
116-144
DOI:
10.33112/saga.60.2.1
Oftast hafa fræðimenn reiknað með að goðorð hafi verið arfgeng frá upphafi þjóðveldisins á Íslandi eins og þau vissulega voru á tólftu og þrettándu öld. Þegar að er gáð kemur í ljós að engar heimildir eru fyrir því aðrar en Íslendingasögur. Þar sem flestir fræðimenn telja þær nú lítt traustar heimildir um sögutímann verður að endurskoða hvað hægt er að vita um arfgengi goðorða á fyrri hluta þjóðveldisaldar. Athugun á erfðagangi goðorða á tólftu og þrettándu öld leiðir í ljós verulega óreglu sem gæti bent til að arfgengi sé ekki rótgróin hefð. Sé það rétt þarf að endurskoða nokkuð hugmyndir um þróun valdakerfa í þjóðveldinu.