Smári Geirsson
Smári Geirsson (f. 1951) stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands og lauk B.A. prófi 1976. Síðan lá leiðin í Háskólann í Björgvin í Noregi þar sem hann nam stjórnsýslufræði og lauk prófi 1971. Námi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands lauk hann 1980.
Smári hefur fengist við kennslu og ritstörf og var skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað 1983-1987. Þá átti hann sæti í bæjarstjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðarbyggðar í 28 ár. Smári hefur samið bækur og fjölda greina um austfirska sögu.