Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2008 XLVI: II
Útgáfuár
2008
Tölublað
46
Ritstjórar
Eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson
Blaðsíðufjöldi
256
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2008 XLVI: II

Kápumynd haustheftis Sögu 2008 er af Marlene Dietrich sem kom hingað til lands þann 12. september 1944 á vegum bandaríska hersins. Íslensku forsetahjónin og ríkisstjórnin voru heiðursgestir á fyrstu skemmtun hennar hér á landi og á myndinni má sjá þegar hún var kynnt fyrir Sveini Björnssyni. Til vinstri stendur Georgía Björnsson forsetafrú en lengst til hægri er Lin Malberry, gamanleikar frá Houston. Nöfn hermannanna eru ekki þekkt. Myndina tók Samuel Kadorian, en hann veitti ljósmyndadeild bandaríska setuliðsins forstöðu. Nánar er fjallað um hann í sjónrýni þessa heftis.

Birtar eru ritrýndar greinar eftir Auði A. Ólafsdóttur, Þór Whitehead, Birgi Guðmundsson og Björn Ægi Norðfjörð. Viðhorfsgreinar skrifa Gunnar Karlsson, Jón M. Ívarsson, Sveinbjörn Rafnsson og Þórir Stephensen.

Guðni Th. Jóhannesson skrifar hugleiðingu um stöðu sagnfræðinnar á Íslandi og við Háskóla Íslands og Birna Björnsdóttir ritar um munnlega sögu og sögukennslu.

Í liðnum Úr skjalaskápnum ritar Hrafnkell Lárusson um lækningabók í austfirsku skjalasafni. Þá eru birtir þrír ritdómar og tvær ritfregnir í blaðinu.