Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2010 XLVIII: II
Útgáfuár
2010
Tölublað
48
Ritstjórar
Sigrún Pálsdóttir
Blaðsíðufjöldi
255
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2010 XLVIII: II

Í hausthefti Sögu 2010 eru tvær ritrýndar greinar. Helgi Þorláksson fjallar um valdasamþjöppun í Hegranesþingi í tíð Ásbirninga, og Steinunn Kristjánsdóttir og Gísli Kristjánsson rita um tengsl milli Skriðuklausturs og og Suðursveitar á 16. öld.

Í spurningu Sögu mæla sagnfræðingar bókum sem þeim finnst vera góð saga.

Viðhorfsgreinar eru þrjár. Loftur Guttormsson skrifar um ævilok Ögmundar Pálssonar biskups, Jón Árni Friðjónsson ræðir sögukennslu og menntastefnu og spyr hvort okkur vanti kanón í sögu? Og Sigurður Gylfi Magnússon skrifar um háskólalíf og vísindapólitík á vorum dögum.

Ítardóm rita Guðmundur Jónsson og Sveinn Agnarsson um doktorsritgerð Halldórs Bjarnasonar. Eggert Þór Bernharðsson skrifar sjónrýni um sýningu um sambúð manns og náttúru í Þingeyjarsýslum í 100 ár. Þá eru tveir ritdómar í heftinu auk þess sem andmæli Sigrúnar Pálsdóttur við doktorsritgerð Unnar Birnu Karlsdóttur eru birt.