Útgáfuár | 2019 |
---|---|
Tölublað | 57:2 |
Ritstjórar | Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson |
Blaðsíðufjöldi | 276 |
ISSN | 0256-8411 |
Saga: Tímarit Sögufélags 2019 LVII:II
Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu: Sveinn Máni Jóhannesson skrifar um ríkisvísindi Jóns Sigurðssonar, Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um orðræðu um kynheilbrigði og kynsjúkdóma í Reykjavík á árunum 1886-1940 og Vilhelmína Jónsdóttir skrifar um fortíðleika í nýjum miðbæ á Selfossi.
Í „Álitamálum“ Sögu fjalla Salvör Nordal, Bragi Þorgrímur Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Bára Baldursdóttir um sagnfræðinga og persónuvernd. Undir flokknum „Saga og miðlun“ ræðir Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir lækningaminjasafn Íslands 2007-2013. Í þættinum „Úr skjalaskápnum“ draga Sólbjörg Una Pálsdóttir og Linda Björk Valbjörnsdóttir fram heimildir um líkamsþroskun og mælingar barna í Skagafirði á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Tvær viðhorfsgreinar eru í heftinu: Gunnar Karlsson ritaði svargrein við bók Axels Kristinssonar, Hnignun hvaða hnignun?, sem ber heitið „Sjálfsvörn gamla mannsins“ og Gunnar Sveinbjörn Óskarsson skrifar um friðun á laxi í tengslum við dómsmál í Kjós undir lok nítjándu aldar.
Auk þess er að finna í heftinu ellefu ritdóma um nýleg sagnfræðiverk og eina ritfregn. Kápuna prýðir málverk Ásgríms Jónssonar, Eyjafjallajökull, og skrifar Ásta Friðriksdóttir grein um menningu og listir í Múlakoti í Fljótshlíð í tengslum við hana.