Menn og málleysingjar. Upphaf dýraverndarstefnu á Íslandi
Ártal:
2023
Bls:
106-133
DOI:
10.33112/saga.61.1.1
Efnisorð:
Þessi grein nær yfir tímabilið frá því um 1880 til 1916 og fjallar um
upphafsár umræðu um dýravernd hér á landi; að hvaða atriðum í
sambúð manna og dýra hún beindist og áhrif hennar í formi stofn
unar félagasamtaka og lagasetningar. Íslendingar fengu dýraverndar
hugsjónina til sín yfir hafið, frá dýraverndarsamtökum danskra
kvenna, en í samræmi við hugmyndir um eðlislægan siðferðisstyrk
kvenna töldu margir að þær ættu að vera leiðandi í dýraverndarbar
áttu. Sér til liðsinnis við að koma dýraverndarstefnunni á framfæri
við Íslendinga fengu danskar konur þáverandi forseta Hins íslenska
þjóðvinafélags, Tryggva Gunnarsson. Það varð í framhaldinu hlut
verk Þjóðvinafélagsins og Tryggva að flytja Íslendingum boðskap
dýraverndar og halda merkjum hennar á lofti í hálfan annan áratug
á síðum Dýravinarins sem félagið gaf út frá 1885 til 1916. Íslenskar
konur tóku þó ekki frumkvæði í stofnun dýraverndarfélags eins og
kynsystur þeirra í Danmörku höfðu gert þrátt fyrir brýningar rit
stjóra Dýravinarins þar um.