Minning sem félagslegt fyrirbæri: fyrri hluti: Minning, saga og menning
Ártal:
Bls:
DOI:
Efnisorð:
Þessi grein er gagnrýnin umfjöllun um minni og minningu eins og þau hugtök hafa verið notuð í fræðilegri umræðu, einkum síðustu áratugi. Minni og minning eru skoðuð sem félagsleg, menningarleg og pólitísk fyrirbæri en fyrst er þó stuttlega rætt um einstaklingsminnið og sálfræðilegar forsendur þess. Breytileiki einstaklingsminninganna er í forgrunni sem og áhrif ýmissa þátta á minnið. Rætt er um hugmyndir um flutning minninga milli kynslóða og samstöðuhópa sem tileinka sér minningar nákominna. Gengið er í smiðju til Maurice Halbwachs, krzysztof Pomian, Alison Landsberg og Maurice Bloch í þessu sambandi og viðraðar eru hugmyndir um skáldaðar minningar og svokallaðar viðbótarminningar.
Sameiginleg minning er lykilhugtak sem einkum er rakið til Maurice Halbwachs á fyrri hluta 20. aldar þó hann noti hugtakið með nokkuð misjöfnum hætti. Sameiginleg minning er hugtak sem haft er um vitund, þekkingu og viðhorf sem hópar deila og eru meira eða minna viðtekin. Halbwachs notaði hugtakið einkum um minningu hópa annarra en heilla þjóða. Minning þjóða væri viðfangsefni sögunnar og sagnfræðinnar: „…sagan byrjar ekki nema þar sem hefðinni lýkur, þar sem félagsleg minning slokknar eða leysist upp“. Pierre Nora, sem tók upp fánann eftir Halbwachs um 1970, var sama sinnis að þessu leyti: Sagnfræðin er afhelguð og byggist á greiningu og gagnrýninni orðræðu, sagði Nora, en minnisstarfsemin setur endurminninguna í helgað samhengi. Greint er frá mismunandi viðhorfum til tengslanna milli einstaklingsminninga, sameiginlega minnisins og sagnfræðiiðkunar og vitnað er til Aleidu Assmann og Jay Winter sem leggja áherslu á víxlverkun þessara þátta. Sagt er frá líkani Jans Assmann af menningarminni sem felst í atburðum, textum og byggingum og getur virkjast í lifandi minningarstarfsemi.
Í seinni grein verður sérstaklega vikið að þeim sameiginlegu minningum sem kenna má við þjóðir, þjóðminningum, greint frá hnattvæðingu minninganna og rökrætt um kenningar og hugmyndir sem skyldar eru minningafræðunum en nota önnur formerki og beina rannsóknum á aðrar brautir.
Individual and Social Memories
Are we capable of borrowing and assimilating the memories of others, not only those of our nearest relatives and emotional connections but also of totally unrelated figures in the contemporary media? Might treating memories through documentation, correction and arrangement render them stale and dead? or might a historian counter this by siding or identifying with memories, learning from and even debating with them?
This article discusses remembrance and memory with reference to their applications in academic discourse, particularly over the past few decades. Here, memory is mainly comprehended as a social and cultural phenomenon, firstly by scrutinizing individual memory and its psychological effects. Other topics include fictive and prosthetic memory, the shaping of individual memory by a variety of forces, and the transfer and internalisation of memory by later generations or across close communities. Maurice Halbwachs, Pierre Nora, Krzysztof Pomian, Alison Landsberg and Maurice Bloch are some of the theorists behind such analysis.
The concept of collective memory is most often traced to the writings of Halbwachs which were published in the 1950s. He focused on the identity, knowledge and views shared by groups other than nations, since he considered the latter to be the object of history. History, he felt, takes over where tradition ends and social memory is abandoned. Nora, who took up Halbwachs’s torch around 1970, agreed: history is portrayed as a secular, analytical and critical discourse, whereas memory operates in a sacred domain. The article goes on to present the differing views on the relationship of individual memory, collective memory and history which are seen in the theories of Jan and Aleida Assmann and Jay Winter. While they both stress reciprocity, Assmann’s model of cultural memory involves events, texts and tangible structures that may become dormant but can be revived when a memory is activated. Finally, memory studies by Icelandic historians are addressed; these have for instance dealt with places of memory, national heroes, the 17th-century pirate raid and, especially in literature, the Second World War.