Ósjálfráðu atkvæðin. Viðhorf til kvenkjósenda og heimakosningarnar 1923 og 1944
Ártal:
2022
Bls:
77–115
DOI:
10.33112/saga.60.1.2
Efnisorð:
Hér eru til umræðu heimagreidd atkvæði við alþingiskosningarnar 1923 og lýðveldiskosninguna 1944. Báðar þessar kosningar veita áhugaverða innsýn í þróun lýðræðis á Íslandi en einkum er þó tækifæri kvenkjósenda til að nýta nýfengin réttindi. Unnið er út frá kenningum um borgararéttindi sem á undanförnum árum hafa í auknum mæli hverfst um tækifæri ólíkra þjóðfélagshópa til að iðka þessi réttindi. Færð eru rök fyrir því að íslenskum konum hafi ekki verið ætlað hlutverk sem sjálfstæðir pólitískir gerendur eftir að þær fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis árið 1915. Þær voru boðnar velkomnar í kjósendahópinn svo lengi sem þær hefðu ekki veruleg áhrif á þróun íslenskra stjórnmála. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna bæði vantrú og andúð á konum sem virkum þátttakendum í stjórnmálum. Jafnframt er fjallað um veika stöðu þeirra kjósenda sem minna máttu sín. Stéttarstaða og leifar af húsbóndavaldi gamla samfélagsins gátu haft afgerandi áhrif á möguleika fólks til að nýta kosningaréttinn.