Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 1980 XVIII
Útgáfuár
1980
Tölublað
18
Ritstjórar
Björn Teitsson og Jón Guðnason
Blaðsíðufjöldi
384
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 1980 XVIII

Átjándi árgangur Sögu sem kom út 1980 var efnismikill. Þrettán greinar um sagnfræði eru í heftinu. Gunnar Karlsson ritar um goðaveldi á 13. öld, Gísli Gunnarsson skrifar um landskuld í mjöli og verð þess á 15.–18. öld. Bergsteinn Jónsson ritar ágrip af dagbókum Jóns Jónssonar frá Mjóadal. Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifar grein um fiskveiðideilur Íslendinga og Breta 1896 og 1897. Ingi Sigurðsson fjallar um viðhorf Íslendinga til Skota á 19. og 20. öld. Pétur Pétursson skrifar um trúarlegar hreyfingar á Íslandi í byrjun 20. aldar. Björn Þorsteinsson birtir yfirlit yfir kenningar í söguspeki í greininni „Staðreyndir og saga“. Sigurgeir Þorgrímsson skrifar um Stein Dofra og stofnun Sögufélags. Björn Þorsteinsson ritar minningargrein um Arnór Sigurjónsson sem lést 1980 og í kjölfar hennar eru birtar sögur úr munnlegri geymd Arnórs. Jón Thor Haraldsson ritar stutta hugdettu um Solveigu Sæmundsdóttur. Sigurjón Sigtryggsson ritar athugasemdir við ritgerð Jóns Þ. Þór um Snorra Pálsson. Að lokum svarar Jón athugasemdum Snorra.