Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2005 XLIII: II
Útgáfuár
2005
Tölublað
43:2
Ritstjórar
Guðmundur J. Guðmundsson og Páll Björnsson
Blaðsíðufjöldi
256
ISSN
0256

Saga: Tímarit Sögufélags 2005 XLIII: II

Forsíðumynd haustheftis Sögu 2005 sýnir dómkirkjuna í Skálholti og híbýli skylduliðs biskups 1772. Guðmundur Hálfdanarson skrifar grein um sölu Skálholtseigna, fyrsta uppboðið á ríkiseignum á Íslandi 1785–1798. Ásamt því eru þrjár ritrýndar greinar í heftinu. Unnur Birna Karlsdóttir skrifar um ófrjósemisaðgerðir á Íslandi 1938–19785, Sveinbjörn Rafnsson skrifar um Vatnsdæla sögur og Kristni sögur. Sverrir Jakobsson skrifar um breytingar á íslensku miðaldasamfélagi 1100–1400.

Viðhorfsgreinar eru þrjár. Árni Daníel Júlíusson skrifar um þjóðernisstefnu, Matthías Á. Mathiesen kemur á framfæri andmælum sínum vegna þriðja bindis Stjórnarráðs Íslands 1964–2004, og Gunnar Karlsson bregst við tölvupósti Hannesar H. Gissurarsonar á Gammabrekku.

Í liðnum málstofa eru birt erindi sem haldin voru á málstofu vegna aldarafmælis stjórnarráðs Íslands 2004 og útgáfu rita um það efni. Sjónrýni ritar Eggert Þór Bernharðsson um þrjár sögusýningar á austurlandi.