Útgáfuár | 2009 |
---|---|
Tölublað | 47:2 |
Ritstjórar | Sigrún Pálsdóttir |
Blaðsíðufjöldi | 246 |
ISSN | 0256-8411 |
Saga: Tímarit Sögufélags 2009 XLVII: II
Forsíðumynd haustheftis Sögu 2009 er stjarna stórkrossriddara hinnar íslensku fálkaorðu og ritar Guðmundur Oddur Magnússon stutta grein um hana. Í spurningu Sögu svara sérfræðingar um hagsögu Sveini Agnarssyni um það hvaða lærdóm megi draga af hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20. öld.
Tvær ritrýndar greinar eru í heftinu. Guðni Th. Jóhannesson skrifar um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi. Svanur Kristjánsson ritar grein sem ber nafnið „Íslensk kvennahreyfing, valdakarlar og þróun lýðræðis 1907-1927“.
Erla Hulda Halldórsdóttir tekur viðtal við Judith M. Bennett prófessor í sagnfræði við University of Southern California.
Þá eru birtar fjórar viðhorfsgreinar, einn ítardómur og fjöldi ritdóma.
Greinar
Annað efni
Ritdómar