Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2018 LVI: II
Útgáfuár
2018
Tölublað
56:2
Ritstjórar
Erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson
Blaðsíðufjöldi
206
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2018 LVI: II

Forsíðu Sögu að þessu sinni prýðir mynd úr handriti frá sautjándu öld, þar sem vængjaðir englar standa yfir líkkistu matrónu Hólmfríðar Sigurðardóttur, efna- og valdskonu á sinni tíð. Hinir vinsælu ritdómar eru að venju margir, meðal annars er fjallað er um stórvirkin Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 og Leitin að klaustrunum. Klausturhald á Íslandi í fimm aldir.

Þrjár ritrýndar greinar eru birtar. Íris Ellenberger skrifar um hreyfanleika, þverþjóðlegt rými og átök menningar í Reykjavík í kringum aldamótin 1900. Sverrir Jakobsson skrifar um mótun menningarlegs minnis um siðaskiptin á Íslandi. Og Helgi Skúli Kjartansson og Orri Vésteinsson fjalla um fiskveiðar á Íslandi á miðöldum.

Unnar Ingvarsson skrifar í liðnum Úr skjalaskápnum um utankjörfundarkosningar um sambandslögin 1918, og birt eru andmæli Rósu Magnúsdóttur og Sumarliða R. Ísleifssonar við doktorsvörn Skafta Ingimarssonar