Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 1978 XVI
Útgáfuár
1978
Tölublað
16
Ritstjórar
Björn Teitsson og Einar Laxness
Blaðsíðufjöldi
272
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 1978 XVI

Í sextánda árgangi Sögu eru birtar sjö greinar. Jón Guðnason skrifar um stjórnarmyndun og deilur um þingræði 1911, Ólafur R. Einarsson fjallar um sendiför Ólafs Friðrikssonar til Kaupmannahafnar 1918 og þátttöku jafnaðarmanna í fullveldisviðræðunum, Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifar um milliþinganefndina í fátækramálum 1902–1905, Helgi Skúli Kjartansson skrifar um vöxt þéttbýlis á Íslandi 1890–1915, Sólrún B. Jensdóttir er með grein um áform um lýðveldisstofnun 1941 og 1942. Loftur Guttormsson birtir fyrri grein sína um sambúð sagnfræði og félagsfræði og Björn Sigfússon skrifar grein sem unnin var upp úr andmælendaræðu hans við doktorsvörn Gunnar Karlssonar árið 1977. Að lokum eru birtir ritdómar og ritfregnir, og ritaukaskrá um sagnfræði og ævisögur 1977 eftir Inga Sigurðsson.