Útgáfuár | 1979 |
---|---|
Tölublað | 17 |
Ritstjórar | Björn Teitsson og Jón Guðnason |
Blaðsíðufjöldi | 325 |
ISSN | 0256-8411 |
Saga: Tímarit Sögufélags 1979 XVII
Í sautjánda hefti Sögu eru birtar sjö greinar um sagnfræði. Anna Agnarsdóttir skrifar um ráðagerðir um innlimun Íslands í Bretaveldi á árunum 1785–1815. Ólafur R. Einarsson ritar um erlenda fjárhagsaðstoð og ágreinin innan Alþýðuflokksins 1919–1930. Anders Bjarne Fossen og Magnús Stefánsson skrifa um verslun Björgvinjarmanna á Íslandi 1787–1796. Helgi Þorláksson ritar grein um forstig þéttbýlis við Hvítá á hámiðöldum. Sveinbjörn Rafnsson skrifar um skjalabók Helgafellsklausturs. Jón Kristvin Margeirsson fjallar um innréttingarnar og samning Hörmangara um verslun á Íslandi. Loftur Guttormsson birtir síðar grein sína um sambúð sagnfræði og félagsvísinda. Þá eru birtar ritfregnir og ritdómar, og ritaukaskrá um sagnfræði og ævisögur 1978 eftir Inga Sigurðsson.