Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 1994 XXXII
Útgáfuár
1994
Tölublað
32
Ritstjórar
Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Sigurður Ragnarsson
Blaðsíðufjöldi
332
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 1994 XXXII

Í 32. árgangi Sögu, sem kom út árið 1994, eru birtar sjö sagnfræðigreinar. Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson rita saman um plágurnar miklu á Íslandi, Hermann Pálsson birtir drög að sköpunarsögu Gretlu, Sigurjón Páll Ísaksson ritar um Magnús Pálsson og Möðruvallabók, Guðmundur Jónsson skrifar stutta grein þar sem mannfjöldatölur 18. aldar eru teknar til endurskoðunar, Kristján Sveinsson ritar um viðhorf Íslendinga til Grænlands frá 18. til 20. aldar, Gerald D. Anderson fjallar um munnlega geymd af sögu Bandaríkjamann meðal Vestur-Íslendinga í Norður-Dakota og Veturliði Óskarsson fjallar um skírnarsár Bertels Thorvaldsen í Róm.