Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2013 LI: I
Útgáfuár
2013
Tölublað
51:1
Ritstjórar
Sigrún Pálsdóttir
Blaðsíðufjöldi
208
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2013 LI: I

Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu. Valur Ingimundarson skrifar um Mikson-málið sem „fortíðarvanda“, Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir rita grein sem ber heitið „Færar konur.“ Frá mæðrahyggju til nýfrjálshyggju – hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900–2000. Og Helgi Þorláksson fjallar um samgöngur og völd við Breiðafjörð á fyrri tíð í grein sinni „Ódrjúgshálfar og sæbrautir.“

Viðhorfsgreinar eru tvær og skrifar Steinunn Kristjánsdóttir um deiluna um gildi fornleifa og ritheimilda við rannsóknir á sögulegum tíma. Loftur Guðmundsson ritar um Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson og fornbréfaútgáfu á 19. öld.

Fjöldi ritdóma er birtur í heftinu auk þess sem Torfi Stefánsson Hjaltalín skrifar svar við ritdómi Hjalta Hugasonar úr síðasta hefti.