Útgáfuár | 2020 |
---|---|
Tölublað | 53:1 |
Ritstjórar | Kristín Svava Tómasdóttir og Vilhelm Vilhelmsson |
Blaðsíðufjöldi | 211 |
ISSN | 0256-8411 |
Saga: Tímarit Sögufélags 2020 LVIII:I
Þrjár ritrýndar greinar eru í heftinu: Skafti Ingimarsson skrifar um „hvíta stríðið“ eða Drengsmálið árið 1921 á grundvelli áður óþekktra heimilda af danska Ríkisskjalasafninu, Haukur Ingvarsson fjallar um starfsemi stríðsupplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld og Agnes Jónasdóttir skrifar um ástandsmálin svokölluðu í ljósi barnaverndar en margar þeirra kvenna sem yfirvöld höfðu afskipti af vegna samskipta þeirra við erlenda hermenn í stríðinu voru í raun stúlkur undir lögaldri.
Í „Álitamálum“ Sögu fjalla Óðinn Melsted, Guðmundur Hálfdanarson og Íris Ellenberger um áhrif stafrænna gagnagrunna á rannsóknir og starfsumhverfi sagnfræðinga.
Í þættinum „Úr skjalaskápnum“ skrifar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um einkaskjalasafn Elínar Briem, sem varðveitt er á Kvennasögusafni. Þá skrifar Sverrir Jakobsson minningarorð um Gunnar Karlsson sagnfræðing sem lést síðastliðið haust. Auk þess er að finna í heftinu tíu ritdóma um nýleg sagnfræðiverk og ársskýrslu stjórnar Sögufélags.
Kápumynd heftisins af Gunnari á Hlíðarenda og Njáli á Bergþórshvoli er sótt í handritið Lbs. 747 fol., sem tveir vinnumenn á Fellsströnd skrifuðu og teiknuðu um 1870, en Þorsteinn Árnason Surmeli skrifar grein um handritið og skrifarana.