Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2011 XLIX: I
Útgáfuár
2011
Tölublað
49:1
Ritstjórar
Sigrún Pálsdóttir
Blaðsíðufjöldi
245
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2011 XLIX: I

Árið 2011 voru liðnar tvær aldir frá fæðingu Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

Kápumynd Sögu er af Jóni Sigurðssyni og Ingibjörgu Einarsdóttur og skrifar Erla Hulda Halldórsdóttir stutta grein um hana. Spurning Sögu er „Hver/hvað … var/er Jón Sigurðsson?“ og er henni svarað af fjölda sagnfræðinga.

Tvær ritrýndar greinar eru í heftinu. Hrefna Róbertsdóttir skrifar um ull í samfélagi átjándu aldar, og leggur þar út af doktorsritgerð sinni „Wool and Society.“ Vilhelm Vilhelmsson ritar um umræður um siðferði, kynferði og frjálsar ástir á Íslandi í upphafi 20. aldar í grein sem ber heitið „Lauslætið í Reykjavík.“

Þá er í heftinu að finna tvær viðhorfsgreinar. Helgi Skúli Kjartansson ræðir Gamla sáttmála og kenningar Patriciu Pires Boulhosa um tilurð hans og tilgang. Magnús Lyngdal Magnússon svarar grein Sigurðar Gylfa Magnússonar um háskólalíf og vísindapólitík.

Viðar Pálsson ritar ítardóm um konungsvald í Noregi á miðöldum. Einar Laxnes, Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson skrifa um Jón Jóhannesson sagnfræðiprófessor í tilefni aldarafmælis hans árið 2009, en hann lést árið 1958 einungis 48 ára gamall. Í heftinu eru sjö ritdómar og ein ritfregn.