Skip to content
Saga: Tímarit Sögufélags 2016 LIV: I
Útgáfuár
2016
Tölublað
54
Ritstjórar
Sigrún Pálsdóttir
Blaðsíðufjöldi
192
ISSN
0256-8411

Saga: Tímarit Sögufélags 2016 LIV: I

Fyrsta grein þessa vorheftis Sögu er eftir Nönnu Þorbjörgu Lárusdóttir og er afrakstur rannsókna hennar á sögu Góðtemplarareglunnar á Íslandi. Í greininni rekur Nanna uppgang hreyfingarinnar fram á miðja 20. öld og viðhorfsbreytingar Íslendinga til áfengismála. Ingibjörg Sigurðardóttir og Páll Björnsson eru höfundar annarar greinar.Þau segja frá þátttöku hjónanna innan hreyfingar íslenskra kommúnista og innanflokksátökum sem tengdust pólitísku starfi þeirra. Þriðja og síðasta grein heftisins er eftir Guðmund J. Guðmundsson og fjallar um íslenska innflytjendur í Englandi á 15. og 16. öld, en ekki hvað síst um nýlegan gagnagrunn sem geymir upplýsingar um þessa Íslendinga, og möguleikana á frekari rannsóknum á forvitnilegri sögu þeirra.

Höfundar andmælaræðna við doktorsvarnir eru Hrefna Róbertsdóttir og Davíð Ólafsson en vörnin var Vilhelms Vilhelmssonar, sem lagði fram doktorsritgerð sína Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands. Ítardómar Sögu eru tveir. Þar fjalla tvær konur um tvær bækur eftir konur um konur. Elsa Ævarsdóttir skrifar um bók í ritstjórn Halldóru Arnardóttur, Kristín Guðmundsdóttir. Híbýlafræðingur, en Æsa Sigurjónsdóttir um verk Hrafnhildar Schram um Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Lestina reka að venju ritdómar um nýleg verk á sviði sagnfræði og skyldra greina. en fyrst er það forsíðan: fordjörfun Íslands.