Útgáfuár | 2017 |
---|---|
Tölublað | 55:1 |
Ritstjórar | Erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson |
Blaðsíðufjöldi | 234 |
ISSN | 0256-8411 |
Saga: Tímarit Sögufélags 2017 LV: I
Forsíðumyndin á Sögu er að þessu sinni af bjöllunni í Helgafellskirkju og fjalla þær Steinunn Kristjánsdóttir og Vala Gunnarsdóttir um hana. Álitamálin eru Sagan og samtíminn: Flóttamenn og fólksflutningar og fjalla þau Sverrir Jakobsson, Íris Ellenberger, Guðmundur Hálfdanarson og Hallfríður Þórarinsdóttir um þau. Að venju eru birtir ritdómar og ritfregnir í Sögu.
Tvær ritrýndar greinar eru í heftinu. Kristrún Halla Helgadóttir fjallar um Manntalið 1729 og fyrirætlanir um flutninga fólks til Grænlands. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir er með grein sem heitir „Því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ og fjallar um samtvinnun sem greiningartæki i sagnfræði.
Greinar
Annað efni
Ritdómar